Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 19:01 Að sögn Al Jazeera var maðurinn óvopnaður og veifaði hvítu flaggi skömmu áður en hann var skotinn. Skjáskot/Al Jazeera Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20