Alonso fari hvergi og Liverpool snýr sér annað Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2024 09:50 Xabi Alonso er sagður ætla að halda kyrru fyrir í Leverkusen. AP Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að stjórnarmenn hjá Liverpool hafi gott sem afskrifað möguleikann á að fá Xabi Alonso til að taka við félaginu. Þeir skoði nú aðra kosti. Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool, en hann lék með félaginu frá 2004 til 2009. Félagið leitar eftirmanns Jurgen Klopp sem ljóst er að mun hætta þjálfun liðsins í sumar. Alonso var talinn ofarlega á lista en bæði Liverpool og Bayern Munchen, annað fyrrum félag Alonso, hafa borið víurnar í hann síðustu vikur. Spánverjinn er sem stendur þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi en félagið á enn eftir að tapa leik í öllum keppnum á leiktíðinni og virðist ætla að vinna þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liverpool latest: Xabi Alonso now unlikely to feature on final shortlist to replace Jurgen Klopp.https://t.co/aW8z3gntxS— paul joyce (@_pauljoyce) March 28, 2024 Nýjustu fregnir herma að Alonso vilji ekki færa sig um set í sumar og ætli að halda kyrru fyrir í Leverkusen. Þau tíðindi hafa ekki verið staðfest en stjórnarmenn Bayern halda í vonina um að fá spænska þjálfarann en samkvæmt bresku miðlunum mun Liverpool snúa sér að öðrum þjálfaraefnum. Paul Joyce greindi fyrst frá í gær en síðan hafa fregnirnar verið sagðar í flestum breskum miðlum. Amorim er efstur á lista Liverpool.Getty Liverpool hefur þegar gengið frá ráðningu á Michael Edwards og Richard Hughes sem munu leiða þjálfaraleitina, en þeir munu fara með stjórn íþróttamála hjá félaginu frá sumrinu. Rúben Amorim, 39 ára Portúgali sem stýrir Sporting Lissabon, er sagður efstur á óskalista Liverpool. Hann hefur stýrt Sporting frá 2020 og vann portúgalska meistaratitilinn með félaginu árið 2021. Sporting er sem stendur efst í deildinni, stigi á undan grönnum þeirra í Benfica. Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er einnig á lista Liverpool en Hughes er sagður mikill aðdáandi Ítalans sem hefur gert góða hluti með suðurstrandarfélagið, þó aðeins hafi hallað undan síðustu vikur.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01 Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01 Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Hættir hjá Bournemouth og tekur við sem íþróttastjóri Liverpool: „Treysti honum fullkomlega“ Liverpool gerir breytingar á allri stjórnsýslu félagsins í sumar þegar knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp lætur af störfum. Allir sem koma að knattspyrnulegum ákvörðunum hjá félaginu verða nýir í starfinu, 20. mars 2024 16:01
Liverpool búið að hafa samband við Bayer Leverkusen varðandi Alonso Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur sett sig í samband við forráðamenn Bayer Leverkusen og óskað eftir leyfi til að fá að ræða við þjálfara liðsins, Xabi Alonso. 1. mars 2024 07:01
Liverpool fólk svitnar: Xabi Alonso efstur á óskalista Bayern Liverpool fær væntanlega mikla samkeppni um Xabi Alonso ef marka má nýjustu fréttir frá Bæjaralandi. 21. febrúar 2024 14:02