Rútan var skráð í Botsvana en þjóðerni þeirra sem dóu liggur ekki fyrir. Mörg lík eru sögð mikið brunnin og gæti reynst erfitt að bera kennsl á þau.
Yfirvöld í Suður-Afríku segja talið að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni og hún hafi farið fram af brúnni og fallið um fimmtíu metra til jarðar.
Sindisiwe Chikunga, samgönguráðherra Suður-Afríku, hefur heitið ítarlegri rannsókn á slysinu.
Í frétt Guardian segir að þó innviðir í Suður-Afríku séu með þeim mest þróuðu í Afríku sé umferðaröryggi í landinu ekki til fyrirmyndar. Fjöldi þeirra sem deyja í umferðinni sé meðal þeirra hæstu í heimsálfunni.
Nokkrum klukkustundum áður en slysið varð hafði Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, beðið fólk um að fara varlega í páskaumferðinni.