Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 13:41 Frá fundi öryggisráðsins í dag. AP/Yuki Iwamura Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56