Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 07:06 Netanyahu segist staðráðinn í að ráðast inn í Rafah en hefur þó samþykkt að senda fulltrúa til Washington til að ræða fyrirætlanirnar. AP/Leo Correa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira
Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira