Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 13:41 Frá fundi öryggisráðsins í dag. AP/Yuki Iwamura Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56