Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr stór­leiknum í lýsingu Gumma Ben

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho og Conor Bradley eigast við í leiknum í dag.
Alejandro Garnacho og Conor Bradley eigast við í leiknum í dag. Vísir/Getty

Leikur Manchester United og Liverpool í enska bikarnum í dag var frábær skemmtun. Alls voru sjö mörk skoruð í framlengdum leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum framlengingar.

Leikurinn hafði allt upp á að bjóða sem stórleikur í bikar á að hafa. Liðin skiptust á forystunni í leiknum og Manchester United skoraði jöfnunarmark í lok venjulegs leiktíma sem þýddi að leikurinn var framlengdur.

Í framlengingunni náði Liverpool forystunni en tvö mörk frá United í síðari hluta framlengingar tryggðu liði United sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Championship-liði Coventry.

Leikurinn í dag var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og það Guðmundur Benediktsson sem lýsti því sem fyrir augu bar.

Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Gummi Ben fer á kostum eins og svo oft áður.

Klippa: Mörkin úr leik Manchester United og Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×