Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 14:34 Rasmus Højlund hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en gæti snúið aftur á sunnudag í risaleikinn við Virgil Van Dijk og félaga. Getty/Clive Brunskill „Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag. Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Sjá meira
Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Sjá meira