Erlent

Fritzl verður á­fram á réttargeðdeild

Samúel Karl Ólason skrifar
Josef Fritzl í dómsal í mars 2009. Hann er nú 88 ára gamall og með elliglöp.
Josef Fritzl í dómsal í mars 2009. Hann er nú 88 ára gamall og með elliglöp. GETTY/APA

Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl.

Einnig var mögulegt að ákvörðunin hefði getað leitt til þess að hann yrði sendur á elliheimili.

Fritzl, sem er 88 ára gamall og sagður þjást af elliglöp, var árið 2009 fangelsaður fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara í 24 ár. Þar nauðgaði hann henni ítrekað í gegnum árin og hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.

Sjá einnig: Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi

APA fréttaveitan frá Austurríki segir að áfrýjunardómstóll hafi komist að þeirri niðurstöðu að frekar þurfi að skilgreina ástæður þess að flytja eigi Fritzl í almennt fangelsi. Til stendur að halda ræða málið frekar í dómsal í lok apríl.

Fritzl hefur breytt um nafn en nýtt nafn hans hefur ekki verið gert opinbert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×