Enski boltinn

Garnacho: Ní­tján ára gamall og allur Old Trafford að syngja nafnið mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alejandro Garnacho gengur af velli eftir sigur Manchester United á Old Trafford í dag.
Alejandro Garnacho gengur af velli eftir sigur Manchester United á Old Trafford í dag. Getty/Matthew Peters

Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í sigri á Everton í dag því bæði mörkin komu úr vítaspyrnum sem argentínski táningurinn fiskaði.

„Við töpuðu síðustu tveimur leikjum okkar og þetta var því mikilvægur leikur fyrir okkur. Við viljum komast í Meistaradeildina á næsta tímabili og ég því mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Alejandro Garnacho við TNT Sports eftir leikinn.

„Stjórinn segir að allir leikir okkar núna séu úrslitaleikir. Við verðum að vinna alla leiki. Við erum Manchester United. Við kláruðum verkefni dagsins,“ sagði Garnacho.

„Stjórinn vill að ég taki menn á, reyni að skjóta eða fara fram hjá mönnum. Ég fékk tvö víti. Það var mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Garnacho.

„Það er eins draumur fyrir mig að vera kominn hingað á mínum aldrei. Nítján ára gamall og allur Old Trafford að syngja nafnið mitt. Það er ótrúlegt. Ég mjög stoltur og ánægður,“ sagði hinn nítján ára gamli Garnacho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×