Íslenski boltinn

Blika­konur héldu sigur­göngunni á­fram og eru komnar í undan­úr­slitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birta Georgsdóttir skoraði sigumark Blika.
Birta Georgsdóttir skoraði sigumark Blika. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 2-1 endurkomusigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni í hádeginu.

Blikakonur voru búnar að vinna fyrstu þrjá leiki sína í keppninni og nægði jafntefli til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Eftir frekar rólegan fyrri hálfleik byrjuðu Keflavíkurkonur seinni hálfleikinn mjög vel.

Saorla Miller, sem var Blikum mjög erfið við að eiga í leiknum, kom Keflavík 1-0 á 66. mínútu eftir langa og háa sendingu frá Anitu Lind Daníelsdóttur.

Blikarliðið var búið að vera í nauðvörn í langna tíma en vaknaði heldur betur við þetta.

Andrea Rut Bjarnadóttir fiskaði víti og úr því jafnaði Agla María Albertsdóttir metin á 69. mínútu. Skömmu áður hafði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir átt skot í slá.

Birta Georgsdóttir kom Blikaliðinu síðan í 2-1 á 85. mínútu og aftur var það Andrea Rut sem lagði upp markið. Stakk boltanum inn í teiginn á Birtu sem skoraði með skoti á nærhornið.

Breiðablik hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína alveg eins og Valur en bæði liðin eru komin í undanúrslitin. Þetta var fjórða mark Öglu Maríu og er hún markahæst ásamt Valskonunum Ísabellu Söru Tryggvadóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×