Íslenski boltinn

„Auð­velt að mæta í fjöl­miðla er þarft bara að sýna skrif­stofuna“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þorvaldur á nýju skrifstofunni sinni.
Þorvaldur á nýju skrifstofunni sinni. vísir/einar

Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins.

Forverar Þorvalds í starfi, Guðni Bergsson og Vanda Sigurgeirsdóttir, áttu það til að svara ekki fjölmiðlum er þau þurftu að svara fyrir erfið mál. Það þekkja allir íþróttafréttamenn vel.

Þorvaldur hefur boðað að hann ætli ekki sömu leið en framtíðin mun leiða í ljós hvort hann standi við það.

„Þetta byrjar vel en það er auðvelt að mæta í fjölmiðla er þú þarft bara að sýna skrifstofuna þína,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður.

„Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta verður er reynir á. Það munu koma upp erfið mál.“

Klippa: Besta sætið | Fréttir vikunnar 8. mars

Henry Birgir, Valur Páll og Stefán Árni fara yfir þetta mál og fleiri í þætti dagsins.

Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×