Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2024 11:39 Joe Biden í pontu í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Shawn Thew Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. Þá svaraði hann nokkrum sinnum köllum þingmanna Repúblikana úr þingsalnum. Með ræðunni vonuðu Biden og ráðgjafar hans að hann gæti sýnt aðra hlið á sér en þá sem Repúblikanar hafa málað. Hann væri ekki of gamall til að takast á við starfið og réði við annað kjörtímabil. Biden er 81 árs. Stefnuræður snúast iðulega um hvaða markmið hafa náðst á undanförnu ári og markmið komandi árs. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið hefðbundin stefnuræða. Biden hóf gagnrýni sína í garð Trumps mjög snemma í ræðunni og lenti oft í orðaskaki við þingmenn Repúblikana. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Meðal annars sakaði Biden „forvera sinn“ eins og hann kallaði Trump ítrekað, án þess að nefna hann á nafn, um að ógna réttindum og frelsi Bandaríkjamanna og lýðræði Bandaríkjanna. Hann sagði meðal annars að ógnin hefði ekki verið meiri frá tímum Abraham Lincoln og þrælastríðsins. „Það sem gerir okkar tíð sérstaka er að frelsinu og lýðræðinu er ógnað bæði hér heima og erlendis, á sama tíma,“ sagði Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig, fyrir undirlægjuhátt þeirra í garð Trumps og fyrir að styðja ekki frumvarp um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þeir komu sjálfir að því að semja, því Trump sagðist vilja nota krísuna á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig fyrir að taka undir lygar Trumps um að forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið, svo eitthvað sé nefnt. „Þið getið ekki bara elskað land ykkar þegar þið vinnið,“ sagði Biden. Biden gagnrýndi Trump og Repúblikana harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn þungunarrofi og stefnumál þeirra sem snúa að skattlagningu og heilbrigðismálum. Hann sagði þá ekki með puttann á púlsi þjóðarinnar. Forsetinn státaði sig einnig af velgengni sinni á ýmsum sviðum og nefndi sérstaklega fjárveitingar til framleiðslu tölvuflaga í Bandaríkjunum. Þá notaði hann tækifærið til að skjóta á þingmenn Repúblikanaflokksins sem greitt hafa atkvæði gegn þeim fjárveitingum og öðrum en samt státað sig af þeim heima fyrir, þegar peningarnir byrja að flæða inn í kjördæmi þeirra. Þá kallaði Biden eftir því að þingið samþykkti hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, sem Repúblikanar í fulltrúadeildinni, þar sem þeir eru með nauman meirihluta, hafa neitað að samþykkja um mánaðaskeið. Hernaðaraðstoð var innifalin í áðurnefndu frumvarpi um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa ekki leyft atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni á þessu kjörtímabili og hafa sögulega fá frumvörp verið samþykkt þar. Fyrstu kannanir fjölmiðla vestanhafs gefa til kynna að kjósendur hafi litið ræðu Bidens jákvæðum augum. Hér að neðan má sjá samantekt PBS Newshour um helstu kafla ræðu Bidens í gær. Áhugasamir geta séð alla ræðuna hér. Tilfinningaþrungið svar Katie Britt, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Alabama, flutti svokallaða svarræðu við ræðu Bidens í gær. Ræðan var nokkuð tilfinningaþrunginn og virtist Britt á köflum gráti næst en hún fór einnig nokkuð frjálslega með sannleikann á öðrum köflum. Þar hélt hún því fram að bandaríski draumurinn svokallaði hefði breyst í martröð fyrir margar fjölskyldur Bandaríkjanna. Britt sagði Biden og demókrata ganga erinda glæpamanna og verja þá. Fyrir vikið væru Bandaríkin að verða sífellt hættulegri. Tölfræði sýnir þó að alvarlegir glæpir hafa ekki orðið tíðari í borgum Bandaríkjanna. Þvert á móti hefur þeim fækkað, nánast alls staðar, á undanförnum árum. Hún sagði Bandaríkin á undanhaldi og lýsti Biden sem veikum leiðtoga. Hann gæti ekki staðið vörð um landamæri Bandaríkjanna og sakaði hún hann um að bera fulla ábyrgð á ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hér að neðan má sjá samantekt AP fréttaveitunnar úr ræðu Britt. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þá svaraði hann nokkrum sinnum köllum þingmanna Repúblikana úr þingsalnum. Með ræðunni vonuðu Biden og ráðgjafar hans að hann gæti sýnt aðra hlið á sér en þá sem Repúblikanar hafa málað. Hann væri ekki of gamall til að takast á við starfið og réði við annað kjörtímabil. Biden er 81 árs. Stefnuræður snúast iðulega um hvaða markmið hafa náðst á undanförnu ári og markmið komandi árs. Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið hefðbundin stefnuræða. Biden hóf gagnrýni sína í garð Trumps mjög snemma í ræðunni og lenti oft í orðaskaki við þingmenn Repúblikana. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Meðal annars sakaði Biden „forvera sinn“ eins og hann kallaði Trump ítrekað, án þess að nefna hann á nafn, um að ógna réttindum og frelsi Bandaríkjamanna og lýðræði Bandaríkjanna. Hann sagði meðal annars að ógnin hefði ekki verið meiri frá tímum Abraham Lincoln og þrælastríðsins. „Það sem gerir okkar tíð sérstaka er að frelsinu og lýðræðinu er ógnað bæði hér heima og erlendis, á sama tíma,“ sagði Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig, fyrir undirlægjuhátt þeirra í garð Trumps og fyrir að styðja ekki frumvarp um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þeir komu sjálfir að því að semja, því Trump sagðist vilja nota krísuna á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Forsetinn gagnrýndi Repúblikana einnig fyrir að taka undir lygar Trumps um að forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið, svo eitthvað sé nefnt. „Þið getið ekki bara elskað land ykkar þegar þið vinnið,“ sagði Biden. Biden gagnrýndi Trump og Repúblikana harðlega fyrir aðgerðir þeirra gegn þungunarrofi og stefnumál þeirra sem snúa að skattlagningu og heilbrigðismálum. Hann sagði þá ekki með puttann á púlsi þjóðarinnar. Forsetinn státaði sig einnig af velgengni sinni á ýmsum sviðum og nefndi sérstaklega fjárveitingar til framleiðslu tölvuflaga í Bandaríkjunum. Þá notaði hann tækifærið til að skjóta á þingmenn Repúblikanaflokksins sem greitt hafa atkvæði gegn þeim fjárveitingum og öðrum en samt státað sig af þeim heima fyrir, þegar peningarnir byrja að flæða inn í kjördæmi þeirra. Þá kallaði Biden eftir því að þingið samþykkti hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, sem Repúblikanar í fulltrúadeildinni, þar sem þeir eru með nauman meirihluta, hafa neitað að samþykkja um mánaðaskeið. Hernaðaraðstoð var innifalin í áðurnefndu frumvarpi um aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hafa ekki leyft atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni á þessu kjörtímabili og hafa sögulega fá frumvörp verið samþykkt þar. Fyrstu kannanir fjölmiðla vestanhafs gefa til kynna að kjósendur hafi litið ræðu Bidens jákvæðum augum. Hér að neðan má sjá samantekt PBS Newshour um helstu kafla ræðu Bidens í gær. Áhugasamir geta séð alla ræðuna hér. Tilfinningaþrungið svar Katie Britt, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Alabama, flutti svokallaða svarræðu við ræðu Bidens í gær. Ræðan var nokkuð tilfinningaþrunginn og virtist Britt á köflum gráti næst en hún fór einnig nokkuð frjálslega með sannleikann á öðrum köflum. Þar hélt hún því fram að bandaríski draumurinn svokallaði hefði breyst í martröð fyrir margar fjölskyldur Bandaríkjanna. Britt sagði Biden og demókrata ganga erinda glæpamanna og verja þá. Fyrir vikið væru Bandaríkin að verða sífellt hættulegri. Tölfræði sýnir þó að alvarlegir glæpir hafa ekki orðið tíðari í borgum Bandaríkjanna. Þvert á móti hefur þeim fækkað, nánast alls staðar, á undanförnum árum. Hún sagði Bandaríkin á undanhaldi og lýsti Biden sem veikum leiðtoga. Hann gæti ekki staðið vörð um landamæri Bandaríkjanna og sakaði hún hann um að bera fulla ábyrgð á ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hér að neðan má sjá samantekt AP fréttaveitunnar úr ræðu Britt.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. 8. mars 2024 06:52
Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47