Bandaríkjamenn hyggjast reisa bráðabirgðahöfn á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:52 Biden greindi frá bryggjuáformunum í stefnuræðu sinni í gær en staðan á Gasa er farin að vera honum fjötur um fót í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Getty/Chip Somodevilla Bandaríkjamenn hyggjast reisa tímabundna höfn við strendur Gasa til að greiða fyrir umfangsmiklum flutningum neyðargagna til svæðisins. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni í gær. Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Biden sagði Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið. Þá sagði hann Ísraelsmenn þurfa að axla ábyrgð. „Við leiðtoga Ísrael segi ég þetta: Mannúðaraðstoð má ekki vera í öðru sæti eða notuð sem vogarafl í samningaviðræðum. Það verður að vera forgangsmál að standa vörð um og bjarga saklausum lífum.“ Guardian segir að svo virðist sem ákvörðunin um að opna eigin höfn hafi verið tekin vegna óánægju stjórnvalda vestanhafs með aðgerðaleysi Ísraela í mannúðarmálum. „Við ætlum ekki að bíða eftir Ísraelsmönnunum. Þetta er stund fyrir Bandaríkin að taka forystu,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni. Sérfræðingar hafa fagnað fréttunum en óttast að framkvæmdin muni taka of langan tíma og segja að það hefði verið skilvirkara að fá Ísraelsmenn til að opna fleiri landleiðir inn á Gasa. Samkvæmt heimildarmönnum verður bryggjan reist af verkfræðingum sem munu starfa frá skipum undan ströndinni. Hermenn Bandaríkjanna munu þannig ekki þurfa að stíga á land heldur verður öllu sinnt frá hafi. Neyðargögnin verða flutt um borð í Larnaca á Kýpur og flutt þaðan til Gasa. Ísraelsmenn munu geta skoðað farminn áður en hann leggur úr höfn í Larnaca. Von er á sameiginlegri tilkynningu frá öðrum ríkjum og hjálparsamtökum sem munu koma að málum en Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sögð meðal þeirra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira