Haley hættir við Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 11:42 Nikkie Haley, hefur ekki vegnað vel í forvali Repúblikanaflokksins. AP/Tony Gutierrez Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51