Enski boltinn

Chelsea í úr­slit fimmta árið í röð

Sindri Sverrisson skrifar
Lauren James glaðbeitt eftir markið sem hún skoraði gegn Manchester City í kvöld.
Lauren James glaðbeitt eftir markið sem hún skoraði gegn Manchester City í kvöld. Getty/Matt McNulty

Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra.

Enska landsliðskonan Lauren James skoraði eina mark Chelsea í kvöld, strax á áttundu mínútu, en það dugði til sigurs. Þar með spilar Chelsea til úrslita í keppninni fimmta árið í röð.

Mark Chelsea kom eftir slæma sendingu Laia Aleixandri em gestirnir nýttu sér vel en James skoraði í nærhornið eftir sendingu frá Mayra Ramirez.

Hin kólumbíska Ramirez hefði hæglega getað bætt við marki fyrir Chelsea en skaut framhjá fyrir opnu marki. City-liðið var sprækara í seinni hálfleik en tókst ekki að jafna metin. 

Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal fer fram 31. mars á Molineux-vellinum, en Arsenal vann úrslitaleik liðanna í fyrra, 3-1. Arsenal sló út Aston Villa í undanúrslitunum í ár, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×