Enski boltinn

Mikill eldur fyrir utan heima­völl Sout­hampton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Southampton hefur spilað á  St Marys Stadium frá árinu 2001.
Southampton hefur spilað á  St Marys Stadium frá árinu 2001. Getty/Charlotte Wilson

Southampton tekur á móti Preston í ensku b-deildinni í fótbolta kvöld en nú er óvíst hvort að leikurinn geti hreinlega farið fram.

Ástæðan er mikill eldur í byggingu fyrir utan heimavöll Southampton, St. Mary’s Stadium.

Á samfélagsmiðlum má sjá mikinn eld og mikinn svartan reyk koma frá byggingu fyrir aftan leikvanginn.

Viðbragðsaðilar biðla til fólks í nágrenninu að loka dyrum og gluggum svo að reykurinn fari ekki inn um allt.

Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á leik kvöldsins. Southampton er á fyrsta ári í b-deildinni eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Southampton er 270 þúsund manna borg á suðurströnd Englands.

Southampton hefur spilað á St Mary’s Stadium síðan hann var fullbyggður 2001 en spilaði áður á The Dell. Leikvangurinn tekur yfir 32 þúsund manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×