Á allt öðrum stað en hin liðin Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 10:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir liðið á fínum stað, þó öðrum en venjulega er á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira