Á allt öðrum stað en hin liðin Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 10:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir liðið á fínum stað, þó öðrum en venjulega er á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Breiðablik tilkynnti kaup á norska framherjanum Benjamin Stokke um helgina en Halldór segir ólíklegt að það bætist mikið meira við hópinn. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær er þá líklega á leið til Blika en hann hefur æft með félaginu að undanförnu. „Hópurinn er held ég að verða endanlegur. Mögulega einn leikmaður til viðbótar, við sjáum til með það. Annars er hópurinn að verða fullmótaður. Við höfum fengið góðar styrkingar og svo er Patrik að koma mjög sterkur til baka eftir meiðsli. Hann missti af nánast öllu síðasta tímabili. Hópurinn lítur bara nokkuð vel út,“ segir Halldór. Styttu lengsta undirbúningstímabilið Breiðablik átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem það var fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í riðlakeppni í Evrópu. Liðið lauk keppni í Sambandsdeildinni um miðjan desember en ekkert félag hefur spilað eins langa leiktíð og Blikar gerðu í fyrra. Þetta setur hefðbundið undirbúningstímabil úr skorðum en Blikar tóku vegna þessa frí seinna en önnur lið og hófu undirbúninginn síðar, eðli málsins samkvæmt. Halldór segir liðið takast vel á við þessa áskorun og allt sé á réttri leið fyrir komandi leiktíð. „Mér finnst við standa mjög vel. Við erum á þeim stað sem við erum vanir að vera á í byrjun janúar varðandi æfingaálag, við erum að æfa mjög þungt og mjög mikið. En menn þurfa að vera þreyttir til að undirbúa sig og komast í betra form,“ segir Halldór sem segir liðið á allt öðrum stað á þessum tímapunkti en venjulega er. Klippa: Á allt öðrum stað en hin liðin „Við þurfum að átta okkur á því þegar við berum okkur saman við önnur lið að venjulega á þessum tímapunkti erum við búnir að æfa í tvo og hálfan mánuð, búnir að fara í æfingaferð, taka þátt í nokkrum mótum og spila tíu til tólf æfingaleiki en við vorum bara að leika okkar fjórða leik,“ „Við þurfum að átta okkur á því að við erum aðeins á öðrum stað. Það er mánuður í mót og nægur tími. Mér líður vel með þetta og þetta lítur virkilega vel út.“ Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla fer af stað eftir sléttan mánuð er Víkingur og Stjarnan eigast við þann 6. apríl. Fyrsti leikur Breiðabliks er við FH í Kópavogi þann 8. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira