Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 14:21 Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. AP/Peter Dejong Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. Hann var rekinn í síðasta mánuði en flotinn hefur beðið mikla hnekki í átökunum gegn Úkraínumenn, sem hafa sökkt fjölmörgum herskipum. Sjá einnig: Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Í tilkynningu frá dómstólnum segir að mennirnir séu sakaðir um brot frá 10. október 2022 og til minnst 9. mars 2023. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, með því yfirlýsta markmiði að reyna að frysta almenning. The International Criminal Court has issued arrest warrants for the commander of Russian long-range aviation commander Lt Gen Sergei Kobylash and Black Sea Fleet commander Adm Viktor Sokolov They stand accused of war crimes and crimes against humanity https://t.co/3rSfoy4edp pic.twitter.com/RJB0lhnJja— Francis Scarr (@francis_scarr) March 5, 2024 Stýri- og eldflaugum sem Rússar hafa skotið að Úkraínu hefur að mestu verið skotið með sprengjuflugvélum og af herskipum á Svartahafi. Þetta er í fyrsta sinn sem sakamáladómstóllinn lýsir eftir Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í fyrra skiptið var lýst eftir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Var það gert vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Dómstóllinn segir dómara sem fóru yfir sönnunargögnin í málinu hafa verið sammála um að þeir Kóbílasj og Sókolóv beri líklega ábyrgð á árásum á óbreytta borgara. Litlar sem engar líkur eru á því að mennirnir verði dregnir fyrir dómstólinn. Rússland er ekki eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. Hann var rekinn í síðasta mánuði en flotinn hefur beðið mikla hnekki í átökunum gegn Úkraínumenn, sem hafa sökkt fjölmörgum herskipum. Sjá einnig: Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Í tilkynningu frá dómstólnum segir að mennirnir séu sakaðir um brot frá 10. október 2022 og til minnst 9. mars 2023. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, með því yfirlýsta markmiði að reyna að frysta almenning. The International Criminal Court has issued arrest warrants for the commander of Russian long-range aviation commander Lt Gen Sergei Kobylash and Black Sea Fleet commander Adm Viktor Sokolov They stand accused of war crimes and crimes against humanity https://t.co/3rSfoy4edp pic.twitter.com/RJB0lhnJja— Francis Scarr (@francis_scarr) March 5, 2024 Stýri- og eldflaugum sem Rússar hafa skotið að Úkraínu hefur að mestu verið skotið með sprengjuflugvélum og af herskipum á Svartahafi. Þetta er í fyrsta sinn sem sakamáladómstóllinn lýsir eftir Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í fyrra skiptið var lýst eftir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Var það gert vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Dómstóllinn segir dómara sem fóru yfir sönnunargögnin í málinu hafa verið sammála um að þeir Kóbílasj og Sókolóv beri líklega ábyrgð á árásum á óbreytta borgara. Litlar sem engar líkur eru á því að mennirnir verði dregnir fyrir dómstólinn. Rússland er ekki eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28
Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01