Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2024 14:21 Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. AP/Peter Dejong Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. Hann var rekinn í síðasta mánuði en flotinn hefur beðið mikla hnekki í átökunum gegn Úkraínumenn, sem hafa sökkt fjölmörgum herskipum. Sjá einnig: Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Í tilkynningu frá dómstólnum segir að mennirnir séu sakaðir um brot frá 10. október 2022 og til minnst 9. mars 2023. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, með því yfirlýsta markmiði að reyna að frysta almenning. The International Criminal Court has issued arrest warrants for the commander of Russian long-range aviation commander Lt Gen Sergei Kobylash and Black Sea Fleet commander Adm Viktor Sokolov They stand accused of war crimes and crimes against humanity https://t.co/3rSfoy4edp pic.twitter.com/RJB0lhnJja— Francis Scarr (@francis_scarr) March 5, 2024 Stýri- og eldflaugum sem Rússar hafa skotið að Úkraínu hefur að mestu verið skotið með sprengjuflugvélum og af herskipum á Svartahafi. Þetta er í fyrsta sinn sem sakamáladómstóllinn lýsir eftir Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í fyrra skiptið var lýst eftir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Var það gert vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Dómstóllinn segir dómara sem fóru yfir sönnunargögnin í málinu hafa verið sammála um að þeir Kóbílasj og Sókolóv beri líklega ábyrgð á árásum á óbreytta borgara. Litlar sem engar líkur eru á því að mennirnir verði dregnir fyrir dómstólinn. Rússland er ekki eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Umræddir herforingjar heita Sergei Kóbílasj, herforingi í flugher Rússlands sem heldur utan um sprengjuflota ríkisins, og aðmírállinn Viktor Sókolóv, fyrrverandi yfirmaður Svartahafsflota Rússlands. Hann var rekinn í síðasta mánuði en flotinn hefur beðið mikla hnekki í átökunum gegn Úkraínumenn, sem hafa sökkt fjölmörgum herskipum. Sjá einnig: Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Í tilkynningu frá dómstólnum segir að mennirnir séu sakaðir um brot frá 10. október 2022 og til minnst 9. mars 2023. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, með því yfirlýsta markmiði að reyna að frysta almenning. The International Criminal Court has issued arrest warrants for the commander of Russian long-range aviation commander Lt Gen Sergei Kobylash and Black Sea Fleet commander Adm Viktor Sokolov They stand accused of war crimes and crimes against humanity https://t.co/3rSfoy4edp pic.twitter.com/RJB0lhnJja— Francis Scarr (@francis_scarr) March 5, 2024 Stýri- og eldflaugum sem Rússar hafa skotið að Úkraínu hefur að mestu verið skotið með sprengjuflugvélum og af herskipum á Svartahafi. Þetta er í fyrsta sinn sem sakamáladómstóllinn lýsir eftir Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í fyrra skiptið var lýst eftir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Maríu Alekseyevna Lvova-Belova, nokkurskonar umboðskonu barna í Rússlandi. Var það gert vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Dómstóllinn segir dómara sem fóru yfir sönnunargögnin í málinu hafa verið sammála um að þeir Kóbílasj og Sókolóv beri líklega ábyrgð á árásum á óbreytta borgara. Litlar sem engar líkur eru á því að mennirnir verði dregnir fyrir dómstólinn. Rússland er ekki eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28
Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. 29. febrúar 2024 10:05
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01