Fimm marka Haaland varar hin liðin við: Við erum tilbúnir til að sækja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 13:31 Erling Haaland og Jeremy Doku benda báðir á Kevin De Bruyne eftir enn eina stoðsendingu hans á Haaland í gærkvöldi. AP/Alastair Grant Erling Haaland minnti heldur betur á sig í gærkvöldi þegar hann skoraði fimmu í 6-2 bikarsigri Manchester City á Luton Town. Hann segist vera að ná aftur sínu besta formi eftir meiðslin. Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Haaland var bara með þrjú mörk í fyrstu sjö leikjum sínum eftir að hann sneri til baka eftir meiðsli. Það þykir ekki mikið á þeim bænum. Hann missti af meira en mánuði vegna meiðslanna og hefur fengið sinn skammt af gagnrýni fyrir frammistöðuna í sumum leikjum. Mótherjar Manchester City geta farið að svitna eftir að hafa séð Norðmanninn upp á sitt besta í gærkvöldi. Haaland varð í gær sá fyrsti til að skora fimm mörk í bikarleik síðan að George Best skoraði sex mörk fyrir Manchester United í sigri á Northampton Town árið 1970. „Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Erling Haaland við ITV eftir leikinn. ESPN segir frá. „Loksins líður mér vel. Þetta er yndisleg tilfinning. Þetta er að koma hjá mér og við erum að koma. Spennandi tímar fram undan. Við erum tilbúnir til að sækja,“ sagði Haaland. Þetta er önnur fimma Haaland fyrir City því hann skoraði einnig fimm mörk fyrir liðið á móti RB Leipzig í Meistaradeildinni í fyrra. Haaland hefur nú skorað 79 mörk í 83 leikjum fyrir félagið. Kevin De Bruyne átti stoðsendinguna á hann í fjórum fyrstu mörkunum. „Það er unaðslegt að spila með honum. Ég held að við vitum báðir hvað við viljum frá hvorum öðrum. Við horfum bara á hvorn annan og allt smellur,“ sagði Haaland. Erling Haaland was on FIRE in the #EmiratesFACup fifth round pic.twitter.com/ZFaLiSZRs3— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira