Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 06:33 Samkomulagið kveður á um stóraukna neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa og að öllum nema fullorðnum mönnum verði hleypt aftur norður. AP/Fatima Shbair Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37