Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:37 Um hundrað af gíslunum sem Hamas-liðar rændu 7. október síðastliðinn eru enn í haldi samtakanna. AP/Maya Alleruzzo Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49