Enski boltinn

Yfir­gefur Manchester United og semur við Minnesota United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Ramsay og Mitchell Van der Gaag sjást hér á hliðarlínunni hjá Manchester United í starfi sínu sem aðstoðarþjálfarar.
Eric Ramsay og Mitchell Van der Gaag sjást hér á hliðarlínunni hjá Manchester United í starfi sínu sem aðstoðarþjálfarar. Getty/ Richard Sellers

Eric Ramsay er hættur sem aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Manchester United því hann fékk aðalþjálfarastarf í bandarísku MLS-deildinni.

Manchester United staðfesti vistaskipti Ramsay í fréttatilkynningu í gær.

Ramsay verður samt áfram hjá United liði því hann verður aðalþjálfari MLS-liðsins Minnesota United.

Hann er 32 ára gamall og velskur. Hann þykir mjög efnilegur þjálfari og hefur haldið starfi sínu þrátt fyrir að United hafi skipt um knattspyrnustjóra.

Ramsay kom fyrst til Manchester United árið 2021 þegar Ole Gunnar Solksjær var knattspyrnustjóri félagsins.

Hann byrjaði í einstaklingsþjálfun og sá um föstu leikatriðin. En fékk meiri ábyrgð undir stjórn þeirra Ralf Rangnick og Erik ten Hag.

Ramsay var einnig aðstoðarþjálfari velska landsliðsins en aðeins í sex mánuði. Hann hætti því til að einbeita sér að starfi sínu hjá Manchester United.

Ramsay verður yngsti aðalþjálfarinn í bandarísku deildinni en hann mun taka við liðinu í næsta mánuði þegar búið er að redda atvinnuleyfinu fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×