Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2024 18:42 Áhöfn Abrams skriðdrekans er sögð hafa lifað af en skriðdrekinn er líklega ónýtur. Óljóst er hvernig hann var skemmdur. Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46
Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00