Enski boltinn

N­evil­le fann nýtt viður­nefni á Chelsea: „Ég hef enga sam­úð með þeim“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk og Caoimhin Kelleher fagna sigri Liverpool í leikslok í gær en þeir áttu báðir frábæran leik.
Virgil van Dijk og Caoimhin Kelleher fagna sigri Liverpool í leikslok í gær en þeir áttu báðir frábæran leik. Getty/Robbie Jay Barratt

Gary Neville hrósaði Liverpool og gagnrýndi Chelsea eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í enska deildabikarnum á Wembley í gær.

„Krakkarnir hans Klopp unnu bláu milljarða punda klúðrarana,“ sagði Gary Neville á Sky Sports en hann kallaði Chelsea „blue billion-pound bottle-jobs“ á ensku. Nýja viðurnefnið á Chelsea vakti talsverða athygli.

Þetta var sjötti úrslitaleikurinn í röð sem Chelsea tapar þar af hafa þrír þeirra komið á móti Liverpool.

„Þetta eru síðustu mánuðirnir hjá Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool en hann verður hvað stoltastur af þessari stund af þeim öllum sem hann hefur átt hjá Liverpool,“ sagði Neville.

„Chelsea mun aftur á móti sjá eftir þessu. Svona stundir munu lifa lengi með þér. Ég hef samt enga samúð með þeim, ekki nokkra,“ sagði Neville.

„Menn Pochettino urðu litlir fyrir framan okkur og fyrir framan stuðningsmenn sína. Ég trúi bara ekki hvernig Chelsea spilaði í framlengingunni. Hvað gerðist? Liverpool var með fimm krakka inn á vellinum,“ sagði Neville.

„Þú getur tapað öllum leikjum en þú getur ekki orðið svona lítill þegar Liverpool er með fimm krakka inn á vellinum,“ sagði Neville.

Forsíða Telegraph



Fleiri fréttir

Sjá meira


×