Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 07:00 Þorvaldur þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira