Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 07:00 Þorvaldur þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Mikil spenna var fyrir formannskjörinu en ljóst var að Vanda Sigurgeirsdóttir yrði ekki áfram formaður sambandsins. Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði og er því nýr formaður KSÍ. Þorvaldur var lengi vel þjálfari Fram og því má segja að það hafi verið táknrænt að hann hafi verið kosinn formaður sambandsins í Framheimilinu í Úlfarsárdal. „Heldur betur, þjálfaði Fram á sínum tíma og var alltaf á leiðinni hingað upp eftir. Það tók langan tíma en kom loks hingað upp eftir og gaman að vera kosinn formaður.“ „Ég nýtti hann ágætlega til að undirbúa mig fyrir daginn í dag, langur dagur og vildi vera ferskur til að takast á við daginn. Við vorum þrír í framboði og það breytir svolítið miklu þegar þrír eru frekar en tveir. Ég einbeitti mér að því hvað ég ætlaði að segja og það var undir hreyfingunni að kjósa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvernig hann nýtti síðasta sólahring. Um ÍTF og KSÍ „Það er í fyrsta lagi hitta þá og spjalla, ég hef engar stórar áhyggjur af því að menn muni setjast niður og tala saman. Ég held að allir í hreyfingunni séu sammála, hvort það sé ÍTF eða sambandið, að fara fram veginn og ég efast ekki um að okkur muni takast það. Hvenær verður nýr Laugardalsvöllur tekinn í gagnið? „Ég get ekki svarað því í dag en við munum skoða það strax. Pálmi og Sigfús, sem voru í stjórn fyrir, höfðu byrjað mikla og góða vinnu. Þetta snýst um hvað næstu skref eru hjá öllum aðilum.“ „Vonast svo sannarlega að við getum komið einhverju af stað, hefur ekki gerst hingað til. Snýst ekki bara um að við hjá sambandinu – formaður, framkvæmdastjóri og stjórn – gerum það. Við þurfum hjálp frá hreyfingunni, hjálp frá öllum og við munum gera það.“ Fyrsta verkefni Þorvaldar hjá KSÍ „Við erum að fara í landsleik með kvennaliðið okkar og það er eitt af okkar fyrstu verkefnum að klára þann leik, sigra hann og komast áfram.“ Viðtalið við Þorvald má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira