Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 16:34 Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, talaði fyrir tillögum samtakanna á ársþingi KSÍ. vísir / einar Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37