Enski boltinn

Stuðnings­menn Newcastle verða fastir í Lundúnum á laugar­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Newcastle stuðningsmenn sýndu skilaboðin   „sjónvarp ofar aðdáendum“ á vitundarvakningarhelgi í umhverfismálum þann 3. febrúar.
Newcastle stuðningsmenn sýndu skilaboðin „sjónvarp ofar aðdáendum“ á vitundarvakningarhelgi í umhverfismálum þann 3. febrúar. Matt McNulty/Getty Images)

Arsenal tekur á móti Newcastle í Lundúnum næsta laugardag. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.00 en var færður til 20.00, sem er óvenjulegur leiktími á laugardagskvöldi, svo leyfilegt sé að sýna hann í sjónvarpi. 

Vegna viðureignar Arsenal gegn Porto í Meistaradeildinni í dag, miðvikudag, var ákveðið að flýta leiknum ekki til 12.30, líkt og venjan er þegar sýna á leiki í sjónvarpi. TNT Sports á sýningarréttinn á leiknum í Bretlandi og hafa haft þá reglu á þessu tímabili að lið sem spila í miðri viku eigi ekki fyrsta leik á laugardegi. 

Ákvörðun var því tekin að seinka leiknum til 20.00, sem hefur ekki fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum Newcastle. Síðasta lest frá Lundúnum til Newcastle fer nefnilega klukkan 21:00. Þeir aðdáendur sem vilja mæta á völlinn verða því að finna aðrar ferðaleiðir. 

Stuðningsmenn Newcastle mótmæltu á dögunum sjónvarpsstöðvum sem hugsa ekki um hagsmuni aðdáenda á vellinum. Búast má við hörkuleik tveggja liða sem hafa verið á fínu flugi undanfarið en óneitanlega skyggir það töluvert á ef útiliðið nýtur ekki stuðnings aðdáenda sinna. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×