Erlent

Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump.
Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 

Greint var frá dauða Alexei Navalní, sem haldið var í fanganýlendu, um helgina. Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið.

Pólitíkusar víðsvegar úr heiminum hafa minnst Navalnís og ekkja hans, Yulia Navalnaya, hefur heitið því að berjast fyrir frjálsu Rússlandi. 

Nú hefur Donald Trump tjáð sig um dauða hans, eins og áður segir. Þó alveg án þess að minnast á Pútín ólíkt kollegum hans.

„Skyndilegur dauði Navalnís hefur gert mig meðvitaðari um það sem er í gangi í okkar landi,“ skrifar Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. „Við erum, hægt og rólega, með spilltum, öfga-vinstrisinnuðum pólitíkusum, saksóknurum og dómurum, á leið til tortímingar.“

Trump birti færsluna degi eftir að Nikki Haley, sem er sú eina sem enn stendur í kosningabaráttu við forsetann fyrrverandi, gagnrýndi Trump fyrir að hafa enn ekki minnst á dauða Navalnís. 

„Annað hvort er hann í liði með Pútín og finnst flott að Pútín hafi myrt pólitískan andstæðing - eða að honum finnst þetta bara ekkert stórmál,“ sagði Nikki Haley í samtali við ABC á sunnudag. „Hvort tveggja er áhyggjuefni. Hvort tveggja er vandamál,“ bætti hún við. 


Tengdar fréttir

Sendi­herrar Banda­ríkjanna og Bret­lands minnast Naval­ní

Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku.

Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri

Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×