Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Minnisvarðar um Navlní hafa verið reistir víðsvegar um heiminn. Þessi er fyrir fram sendiráð Rússlands í Rúmeníu. AP/Vadim Ghirda Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya) Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya)
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00
Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21