Öruggt hjá Brighton gegn lánlausu liði Sheffield United Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:00 Simon Adingra og Danny Welbeck fagna einu marka Brighton í dag. Vísir/Getty Brighton vann stórsigur á Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton fer upp í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira