Enski boltinn

Met­að­sókn þegar Cloe Eyja skoraði gegn United

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cloe Eyja Lacasse fagnar marki sínu fyrir Arsenal í dag.
Cloe Eyja Lacasse fagnar marki sínu fyrir Arsenal í dag. Vísir/Getty

Cloe Eyja Lacasse skoraði eitt marka Arsenal sem vann sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Metaðsókn var á leiknum sem spilaður var á Emirates-leikvanginum.

Rúmlega 60.000 áhorfendur voru mættir til að sjá leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Arsenal var í þriðja sæti fyrir leikinn en lið United í fjórða sætinu fjórum stigum á eftir.

Arsenal fór á kostum fyrir framan metfjöldann í dag. Strax á 10. mínútu fékk Arsenal hornspyrnu sem Katie McGabe tók. Boltinn fór af Stina Blackstenius, síðan Geyse og lok í gegnum fætur Maya Le Tissier sem fær markið skráð sem sjálfsmark.

Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Cloe Eyja Lacasse Arsenal síðan í 2-0 þegar hún skoraði eftir að Katie Zelem mistókst að hreinsa frá marki United. Á 43. mínútu fékk Arsenal síðan vítaspyrnu sem Kim Little skoraði úr og staðan 3-0 fyrir Arsenal í hálfleik.

Síðari hálfleikur var frekar óspennandi. Arsenal var með sigurinn í hendi sér og það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem Lucia Garcia tókst að minnka muninn í 3-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Arsenal er því með í titilbaráttuni og er nú þremur stigum á eftir liðum Chelsea og Manchester City. Manchester United er hins vegar tíu stigum frá toppliðunum og sæti í Evrópu fer að verða torsótt en þá þarf liðið sjö stiga sveiflu í þeim átta leikjum sem eftir eru.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×