Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2024 15:01 Herskipinu Sesar Kúnikov var sökkt undan ströndum Krímskaga í gær. AP/Burak Gezen Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. Sókolóv tók við starfinu undir lok árs 2022 en síðan þá hefur Svartahafsfloti Rússlands beðið mikla hnekki í átökunum við Úkraínumenn. Fjölmörgum herskipum hefur verið sökkt eða þeim grandað í eldflaugaárásum. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Á meðan Úkraínumenn glíma við skotfæraleysi og umfangsmiklar sóknir Rússa í austri, hefur þeim vegnað mjög vel á Svartahafi. Með því að sökkva fjölmörgum herskipum Rússa, bæði stórum og smáum, hafa Úkraínumenn getað komið í veg fyrir að Rússar loki fyrir umferð fraktskipta til og frá Úkraínu. Áætlað er að þegar innrásin í Úkraínu hófst hafi um sjötíu skip og bátar verið í flotanum. Rússar geta ekki sent liðsauka til Svarthafsflotans þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa lokað á umferð herskipa um Bosporussund. Í gær sökktu Úkraínumenn herskipinu Sesar Kúnikov með fjarstýrðum sjálfsprengidrónum. Kunikov er af gerðinni Ropucha, en það eru herskip sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu. Þau hafa einnig verið notuð til að flytja hergögn til Krímskaga. Minnst fjórum skipum af þessari gerð hefur verið sökkt eða þeim grandað með öðrum hætti. Reuters hefur eftir yfirmönnum innan úkraínska hersins að í heildina hafi Úkraínumenn grandað 25 rússneskum herskipum og einum kafbáti. Meðal þeirra er skipið Moskva, sem var flaggskip flotans. Einungis fimm skip af gerðinni Ropucha eru eftir í Svartahafsflota Rússlands. Hafa enn ekki tjáð sig um örlög áhafnarinnar Ríkismiðlar Rússlands hafa enn lítið sem ekkert sagt um örlög skipsins sem sökkt var í gær. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vísaði fyrirspurnum um skipið í gær til varnarmálaráðuneytisins. Talsmenn þess hafa ekkert sagt enn. Allt að 89 manns voru í áhöfn skipsins, samkvæmt úkraínska hernum, en óljóst er hver örlög þeirra voru. Rússneskir herbloggarar hafa sagt frá því í dag að Sókolóv hafi verið vikið úr embætti og er það í annað sinn sem skipt er um yfirmann Svartahafsflotans frá því innrásin í Úkraínu hófst fyrir tæpum tveimur árum. Bróðir Sókolovs er sagður hafa staðfest brottrekstur hans í samtali við herbloggara. Admiral Viktor Sokolov has reportedly been removed from his command of the Russian Black Sea Fleet-- one day after yet another Russian ship was hit and damaged/sunk by Ukraine.https://t.co/SXeDEiMBuS https://t.co/htQiaQ1YU3https://t.co/jwTy32OBF6https://t.co/LYwmK9Jal3 pic.twitter.com/0yo8wjOc2z— Mike Eckel (@mikeeckel.bsky.social) (@Mike_Eckel) February 15, 2024 Sókolóv hefur í gegnum árin oft verið heiðraður fyrir störf sín í rússneska sjóhernum. Þá leiddi hann leiðangra sjóhersins að ströndum Sýrlands árið 2020. Úkraínumenn héldu því fram í september í fyrra að þeir hefðu fellt Sókolov í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar Svartafhafsflotans á Krímskaga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. 15. febrúar 2024 08:30 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Sókolóv tók við starfinu undir lok árs 2022 en síðan þá hefur Svartahafsfloti Rússlands beðið mikla hnekki í átökunum við Úkraínumenn. Fjölmörgum herskipum hefur verið sökkt eða þeim grandað í eldflaugaárásum. Sjá einnig: Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Á meðan Úkraínumenn glíma við skotfæraleysi og umfangsmiklar sóknir Rússa í austri, hefur þeim vegnað mjög vel á Svartahafi. Með því að sökkva fjölmörgum herskipum Rússa, bæði stórum og smáum, hafa Úkraínumenn getað komið í veg fyrir að Rússar loki fyrir umferð fraktskipta til og frá Úkraínu. Áætlað er að þegar innrásin í Úkraínu hófst hafi um sjötíu skip og bátar verið í flotanum. Rússar geta ekki sent liðsauka til Svarthafsflotans þar sem yfirvöld í Tyrklandi hafa lokað á umferð herskipa um Bosporussund. Í gær sökktu Úkraínumenn herskipinu Sesar Kúnikov með fjarstýrðum sjálfsprengidrónum. Kunikov er af gerðinni Ropucha, en það eru herskip sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu. Þau hafa einnig verið notuð til að flytja hergögn til Krímskaga. Minnst fjórum skipum af þessari gerð hefur verið sökkt eða þeim grandað með öðrum hætti. Reuters hefur eftir yfirmönnum innan úkraínska hersins að í heildina hafi Úkraínumenn grandað 25 rússneskum herskipum og einum kafbáti. Meðal þeirra er skipið Moskva, sem var flaggskip flotans. Einungis fimm skip af gerðinni Ropucha eru eftir í Svartahafsflota Rússlands. Hafa enn ekki tjáð sig um örlög áhafnarinnar Ríkismiðlar Rússlands hafa enn lítið sem ekkert sagt um örlög skipsins sem sökkt var í gær. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vísaði fyrirspurnum um skipið í gær til varnarmálaráðuneytisins. Talsmenn þess hafa ekkert sagt enn. Allt að 89 manns voru í áhöfn skipsins, samkvæmt úkraínska hernum, en óljóst er hver örlög þeirra voru. Rússneskir herbloggarar hafa sagt frá því í dag að Sókolóv hafi verið vikið úr embætti og er það í annað sinn sem skipt er um yfirmann Svartahafsflotans frá því innrásin í Úkraínu hófst fyrir tæpum tveimur árum. Bróðir Sókolovs er sagður hafa staðfest brottrekstur hans í samtali við herbloggara. Admiral Viktor Sokolov has reportedly been removed from his command of the Russian Black Sea Fleet-- one day after yet another Russian ship was hit and damaged/sunk by Ukraine.https://t.co/SXeDEiMBuS https://t.co/htQiaQ1YU3https://t.co/jwTy32OBF6https://t.co/LYwmK9Jal3 pic.twitter.com/0yo8wjOc2z— Mike Eckel (@mikeeckel.bsky.social) (@Mike_Eckel) February 15, 2024 Sókolóv hefur í gegnum árin oft verið heiðraður fyrir störf sín í rússneska sjóhernum. Þá leiddi hann leiðangra sjóhersins að ströndum Sýrlands árið 2020. Úkraínumenn héldu því fram í september í fyrra að þeir hefðu fellt Sókolov í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar Svartafhafsflotans á Krímskaga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. 15. febrúar 2024 08:30 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. 15. febrúar 2024 08:30
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55