Aðmírállinn virðist enn á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 11:17 Þetta er ein af myndunum sem varnarmálráðuneyti Rússlands birti í morgun. Í rauða hringnum má sjá aðmírálinn Viktor Sokolov. Úkraínumenn sögðu í gær að hann hefði fallið í stýriflaugaárás á Krímskaga á föstudaginn. Varnarmálaráðuneyti Rússlands Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Innlent Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Innlent Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Erlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Sjá meira
Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Innlent Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Innlent Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Erlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Sjá meira
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16