Enski boltinn

Loks sigur hjá Sheffi­eld United og Ton­ey heldur á­fram að skora

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ivan Toney hefur byrjað vel eftir að hann sneri aftur úr leikbanni.
Ivan Toney hefur byrjað vel eftir að hann sneri aftur úr leikbanni. Vísir/Getty

Sheffield United vann lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahópi Brentford sem vann góðan útisigur.

Sheffield United vann lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahópi Brentford sem vann góðan útisigur.

Í úthverfi Lundúna tóku heimamenn í Luton á móti Sheffield United. Gestirnir hafa verið neðsta lið deildarinnar nánast síðan hún hófst í haust og voru níu stigum á eftir Luton sem einmitt voru í síðasta örugga sæti deildarinnar.

Gestirnir voru því mættir til að berjast upp á líf og dauða. Á 30. mínútu kom Cameron Archer liði Sheffield yfir og James McAtee tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu úr vítaspyrnu.

Carlton Morris minnkaði muninn í 2-1 úr víti fyrir Luton í snemma í síðari hálfleik en það var Vinicius Costa sem innsiglaði sigur gestanna með marki á 72. mínútu. Afar mikilvæg þrjú stig í höfn hjá Sheffield United sem jafna Burnley að stigum í botnbaráttunni.

Vinicius Souza fagnar marki sínu í dag.Vísir/Getty

Fulham hafði betur gegn Burnley en liðin mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Bobby Reid og Rodrigo Muniz komu heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Marcos Senegal minnkaði muninn á 50. mínútu eftir sendingu Dominic Solanke.

Muniz bætti sínu öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar og það reyndist síðasta mark leiksins.

Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í leikmannahópi Brentford sem gerði góða ferð til Birmingham og vann sigur á Wolvez. Christian Nörgaard og Ivan Toney skoruðu mörk gestanna í sitt hvorum hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×