Liver­pool í topp­sætið á nýjan leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Darwin Nunez skoraði þriðja mark Liverpool í dag.
Darwin Nunez skoraði þriðja mark Liverpool í dag. Vísir/Getty

Fyrir leikinn í dag var Liverpool í öðru sæti deildarinnar eftir að Manchester City hafði náð efsta sætinu fyrr í dag með sigri á Everton. Lið Liverpool mætti laskað til leiks eins og oft áður í vetur en markvörðuinn Alisson var meðal annars fjarri góðu gamni.

Lærisveinar Jurgen Klopp spiluðu ekki sérlega vel í fyrri hálfleiknum. Liðinu gekk illa í upphaflega að ná almennilegri pressu á lið Burnley og voru ekki sjálfum sér líkir. Diogo Jota náði hins vegar að brjóta ísinn á 31. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

James Trafford leit ekki vel út í markinu og eftirleikurinn fyrir Jota var auðveldur en Jota hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Trent Alexander-Arnold lagði markið upp en hann varð þar með stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Burnley náði hins vegar að jafna metin fyrir hlé. Það mark kom einnig eftir hornspyrnu og var það Írinn Dara O´Shea sem náði góðum skalla sem Caoimin Kelleher í markinu réði ekki við.

Staðan í hálfleik var 1-1 en í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið var sterkara. Liverpool spilaði mun betur og Harvey Elliot kom sterkur inn af bekknum og átti þátt í báðum mörkum Liverpool í síðari hálfleiknum. Fyrst átti hann sendinu í teiginn sem Luis Diaz gerði vel í að skalla í netið og síðan var það Darwin Nunez sem skoraði fjórða skallamark leiksins á 79. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Rétt áður en Nunez skoraði fékk David Fofana hins vegar dauðafæri til að jafna metin en nýtti það ekki.

Lokatölur 3-1 og Liverpool með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppnum en Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á West Ham á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira