Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:24 Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur spilað næstflesta leiki allra fyrir kvennalið Vals í efstu deild og hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla með Hlíðarendafélaginu. Valur Fótbolti Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla). Besta deild kvenna Valur Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla).
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira