Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:34 Páll Erland, forstjóri HS veitna Vísir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira