Suðurnesjabær

Fréttamynd

Sverrir Berg­mann hættir í bæjar­stjórn

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Blása í lúðra vegna at­vinnu­leysis á Suður­nesjum

Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitavatnslaust á Suður­nesjum og raf­magns­laust víða um land

Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Sex vilja fyrrum em­bætti Úlfars

Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Tulipop-leiksvæði opnað á Kefla­víkur­flug­velli

Nýtt leiksvæði fyrir börn, innblásið af veröld Tulipop, hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli (KEF). Leiksvæðið er staðsett við veitingasvæðið Aðalstræti þar sem gengið er inn í aðra hæð nýrrar austurálmu flugvallarins. Á sama svæði eru einnig gagnvirk leiktæki.

Lífið
Fréttamynd

Heim­sótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna

Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Allt stopp á lokametrunum

Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust.

Innlent
Fréttamynd

Skötumessur Ás­mundar Frið­riks­sonar gefa vel af sér

Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun.

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði mun betri á höfuð­borgar­svæðinu

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Innlent
Fréttamynd

Á hvaða veg­ferð er ríkis­stjórn Krist­rúnar Frostadóttur gagn­vart sjávarútvegssveitarfélögunum?

Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Með skyn­semina að vopni

Það er ekki sjálfgefið að rökræður skili árangri í stjórnmálum. Oft virðist sem fjöldinn ráði ferðinni frekar en rök, en það eru líka stundir sem minna okkur á gildi skynsemi, röksemi og yfirvegunar. Þau gildi geta leitt til betri ákvarðana, sérstaklega þegar þau eru höfð að leiðarljósi í lýðræðislegu ferli.

Skoðun
Fréttamynd

Ný og glæsi­leg heilsu­gæslu­stöð í Suðurnesjabæ

Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður svarar gagn­rýni á störf lög­reglunnar á Suður­nesjum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift.

Innlent