Suðurnesjabær

Fréttamynd

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi

Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Brýn þörf á auknum fjár­veitingum vegna sjávar­flóða

Sjáv­ar­flóð eru nátt­úru­vá sem Íslend­ing­ar þurfa að búa við og mik­il­vægt er að bregðast við á viðeig­andi hátt. Líkt og í bar­átt­unni við of­an­flóð, þar sem sterk og mark­viss varn­ar­vinna hef­ur skilað góðum ár­angri, er nauðsyn­legt að setja upp öfl­ug­ar sjóvarn­ir til að lág­marka skaða af völd­um sjáv­ar­flóða.

Skoðun
Fréttamynd

Úlfar heldur fullum launum í heilt ár

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Úlfari var boðin staða lög­reglu­stjóra á Austur­landi

Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á mið­nætti

Prófessor í stjórnmálafræði við HA segir skiljanlegt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum líti svo á að hann hafi verið rekinn í ljósi viðtekinnar venju. Lögreglustjórinn lét sjálfur af embætti á miðnætti eftir að dómsmálaráðherra sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar hættir sem lög­reglu­stjóri

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Innlent
Fréttamynd

Til hvers þá að segja satt? Pólitískt bak­tjalda­makk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ

Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð.

Skoðun
Fréttamynd

Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brott­farar­sal

Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við aukna gjald­töku við flug­völlinn fyrir leigu­bíl­stjóra

Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Á­tján ára með 13 kíló af kókaíni

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Skoðun
Fréttamynd

Tveir kaflar að Látra­bjargi lag­færðir fyrir almyrkvann

Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Innlent
Fréttamynd

Hundur í hjóla­stól í Sand­gerði

Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað náttúru­ham­farir“

Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda.

Innlent
Fréttamynd

Með fimm­tán kíló af grasi í töskunni

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Slegin ó­hug vegna eyðileggingarmáttar náttúru­aflanna

Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með 8,4 milljónum far­þega

Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018.

Innlent