Innlent

Fjórði á­reksturinn í dag

Árni Sæberg skrifar
Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp í dag.
Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp í dag. Vísir/Sigurjón

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Í morgun var greint frá árekstri snjóruðningstækis og fólksbíls á Reykjanesbraut við Smáralind. Ökumaður snjóruðningstækisins var fluttur á sjúkrahús en ekkert liggur fyrir um líðan hans. 

Skömmu síðar var greint frá því að árekstur hefði orðið við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Engum varð meint af þeim árekstri. Myndatökumaður Stöðvar 2 og Vísis var á leið til vinnu laust eftir klukkan 09 í morgun þegar hann keyrði fram á sem hann hélt að væru bílarnir sem lentu í þeim árekstri.

Rétt reyndist að um annan árekstur var að ræða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar.

Engin slys urðu á fólki í þessum árekstri.Vísir/Sigurjón

Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki. Þá hafi fjórði áreksturinn orðið í Ólafsgeisla í Grafarholti. Þar hafi ekki heldur orðið slys á fólki.

Hann segist ekki kunna skýringu á þeim mikla fjölda umferðaróhappa sem orðið hafa í morgun. Hann hafi þó tekið eftir því að fólk taki sér ekki nægan tíma til þess að skafa af rúðum og ljósum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×