Fyrir leikinn var Aston Villa í fimmta sæti deildarinnar eftir með 43 stig, jafn mikið og Tottenham sem var með betri markahlutfall.
Leikmenn Aston Villa fóru á kostum í fyrri hálfleiknum og gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði John McGinn á 12. mínútu, síðan Olli Watkins á 16. mínútu, Leon Bailey á 20. mínútu og síðan Youri Tielemans á 30. mínútu og var staðan 0-4 í hálfleik.
Alex Moreno skoraði síðan fimmta og síðasta mark Aston Villa á 47. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 5-0 og Aston Villa komið í fjórða sætið með 46 stig, jafn mikið og Arsenal sem mætir Liverpool á morgun.