Erlent

Dóm­stóll í Vín úr­skurðar um flutning Fritzl

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fritzl er 88 ára og er með vitglöp. Hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár og nauðgaði henni og beitti hana ofbeldi.
Fritzl er 88 ára og er með vitglöp. Hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár og nauðgaði henni og beitti hana ofbeldi. Vísir/Getty

Saksóknari í Austurríki hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómstóls í Krems í Austurríki um að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi.

Fritzl var fangelsaður árið 2009 fyrir að hafa læst dóttur sína í kjallara heimilis þeirra í 24 ár og nauðgað henni og beitt hana ofbeldi. Hún eignaðist sjö börn í haldi hans. Hann var sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.

Á vef AP er haft eftir talsmanni dómstólsins í Krems að saksóknari hafi áfrýjað og að því þurfi dómstóll í Vín að taka ákvörðun um flutning Fritzl. 

Samkvæmt úrskurði dómstólsins í Krems mátti flytja Fritzl í venjulegt fangelsi en hann átti áfram að sækja sálfræðimeðferð og í geðmat á tíu ára fresti. Fritzl er í dag 88 ára gamall og er sagður með elliglöp. Samkvæmt nýjasta geðmati á Fritzl var hann ekki talinn hættulegur samfélaginu enn þá og á því byggði ákvörðun dómstólsins um að samþykkja flutning.


Tengdar fréttir

Fylla kjallara Fritzls með steypu

Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×