Innlent

Fylla kjallara Fritzls með steypu

Mál Fritzl fjölskyldunnar vakti mikinn óhug um alla heimsbyggðina þegar það komst upp árið 2008.
Mál Fritzl fjölskyldunnar vakti mikinn óhug um alla heimsbyggðina þegar það komst upp árið 2008.

Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn.



Upp komst um málið árið 2008 þegar Fritzl sleppti Elisabeth og þremur barnanna úr prísundinni í kjölfar þess að eitt barnið veiktist alvarlega. Málið vakti mikinn óhug um heimsbyggðina, en árið 2009 var Josef dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir frelsissviptingu, manndráp og nauðganir.



Til stóð að rífa húsið þar sem voðaverkin voru framin í Amstetten, en nú hafa bæjaryfirvöld lýst því yfir a  ð húsið fari á sölu þegar búið er að steypa fyrir kjallarann.



BBC greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×