Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 22:00 Ekki liggur fyrir hvaða fólk mennirnir voru ráðnir til að myrða en annað þeirra er sagt hafa flúið frá Íran. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði ákærur gegn mönnunum þremur í dag. AP/Alex Brandon Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn. Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn.
Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira