UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2024 11:59 Hungursneyð blasir við íbúum Gasa. epa/Haitham Imad Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss, Kanada, Hollandi, Bretlandi, Ítalíu, Ástralíu og Finnlandi hafa tilkynnt að þau muni stöðva fjárframlög til UNRWA á meðan rannsókn fer fram á ásökunum Ísraelsmanna um að starfsmenn stofnunarinnar hafi komið að árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Framlög ríkjanna níu námu 667,2 milljónum Bandaríkjadala árið 2022, tæplega 60 prósent heildarframlaga til stofnunarinnar það árið. Philippe Lazzarini, forstjóri UNRWA, sagði í yfirlýsingu á laugardag að það væri afar óábyrgt að gera stofnunina alla og fólkið sem hún þjónaði ábyrg fyrir meintum brotum nokkurra einstaklinga. Þá sagði Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, í samtali við Al Jazeera í gær að stofnunin yrði væntanlega uppiskroppa með fjármagn innan nokkurra vikna. „Skilaboð mín til Arabaríkjanna, sérstaklega Flóaríkjanna, eru: hvar eruð þið? Því þau eru að hagnast um milljarða á olíu á hverjum degi. Brot af þessum olíutekjum myndu nægja til að láta fjármögnunarvanda UNRWA hverfa á einni nóttu. Þetta siðferðilega óverjandi tómarúm sem Vesturlönd hafa myndað myndi fyllast afar fljótt,“ sagði hann. Örvæntingafyllsta fólks Mið-Austurlanda stæði andspænis hungursneyð og Arabaríkin þyrftu að láta til sín taka. Ísraelsmenn hafa kallað eftir því að Lazzarini segi af sér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira