Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 08:46 Fræg ljósmynd frá Varsjá tekin í maí 1943 þegar gyðingum var gert að yfirgefa gettóið í borginni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina. Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina.
Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira