Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 20:05 Kári Hólmar Ragnarsson fór yfir bráðabirgðaúrskurð alþjóðadómstólsins. Stöð 2 Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira