Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 15:41 UNRWA er ein helsta líflína Palestínumanna á Gasaströndinni, þar sem nánast allir íbúar hafa þurft að flýja heimili sín og standa frammi fyrir hungursneyð. EPA/HAITHAM IMAD Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19
Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14